Hvað er þetta Brow lamination sem allir eru að tala um ?
Brow lamination er frábær leið til þess að móta augabrúnir og gera þær meiri, ýktari, stærri og breiðari.
Það má kannski segja að meðferðin gefi þér nokkurs konar andlitslyftingu. Aungsvæðið opnast meira og lyftist upp. En hver og ein meðferð er þó mótuð alveg eftir þörfum viðskiptavinarins
Brow lamination meðferðin tekur rúmlega klukkustund ef augabrúnir eru litaðar um leið en hún hefur verið að slá rækilega í gegn undanfarið hjá okkur á SR.
Mikilvægt er að brúnum sé viðhaldið áfram að meðferð lokinni en til þess að hámarka endingu brow lamination er gott að greiða brúnirnar upp daglega og einnig er gott að setja í þær næringu eða vax til þess að styrkja þær og móta.
Ekki er ráðlagt að fara í brow lamination með styttra millibili en 4-6 vikur þar sem efnin eru ertandi og ekki gott að bera þau of ört á húðina. Einnig er ekki mælt með að fara í sturtu, ræktina eða gufuböð í sólahring eftir meðferð.