Húðgreining

Húðgreining er nákvæm greining snyrtifræðings á því hvaða húðtegund þú ert með. Greining sem þessi er gríðarlega mikilvæg til þess að hægt sé að meðhöndla húðina á viðeigandi hàtt.

Til þess að geta valið réttar húðvörur fyrir þína húð er mikilvægt að vita hvaða tegund húðin þín er, því röng meðhöndlun getur ýtt undir allan þann vanda sem fyrir er í húðinni.

Á Snyrtistofu Reykjavíkur bjóðum við upp á húðgreiningu sem tekur um 30 mínútur en með henni fylgja ráðleggingar snyrtifræðings um hvaða meðferðir og eða húðvörur eru í boði sem henta fyrir þína húð.

Okkar markmið er að bjóða upp á eins einfaldar lausnir og kostur er hverju sinni fyrir þína húð, þ.e. við viljum engan óþarfa fyrir húðina, einungis það sem er nauðsynlegt og laust við allan óþarfa.

Krem geta verið góð en gera þó engin kraftaverk ein og sér. Við mælum með því að hugsa vel um húðina á heildrænan hátt; gæta þess að drekka nóg af vatni, hreyfa sig reglulega, hreinsa húðina kvölds og morgna, nota viðeigandi húðvörur og ekki síst huga vel að sólarvörnum. Við erum einnig meðvituð um að þættir eins og reykingar, áfengisneysla, stress, streita og fleira geta haft áhrif á húðina okkar, rétt eins og önnur líffæri.

 Bóka tíma