Hárvöxtur í andliti kvenna, hvað er til ráða ?

Hárvöxtur í andliti kvenna, hvað er til ráða ? Við Snyrtistofu Reykjavíkur mælum síður með því að leggja rakvélarblað upp að andlitinu til þess að sporna við hárvexti. Margar konur vilja losna við óvelkomin hár í andliti og snyrtifræðingar SR fá ótal fyrirspurnir um slíkt. Ástæðurnar fyrir hárvextinum geta verið fjölmargar. Til að mynda geta erfðafræðilegir þættir haft áhrif á það hversu þéttur eða grófur hárvöxturinn er. Einnig getur hárvöxtur kvenna verið breytilegur á meðgöngu og á breytingaskeiðinu. Þá getur lyfjanotkun einnig verið áhrifaþáttur og svo mætti lengi telja. En hvað er þá til ráða? Ef hárvöxtur er mjög óhóflegur, sem gjarnan bendir til þess að hormónastarfsemi sé í einhverju ójafnvægi, mælum við með því að leita til læknis; fá blóðprufu og mælingu á hormónastarfsemi. Laser-meðferð er einnig leið til þess að fjarlægja óvelkomin hár en hún virkar þó alls ekki allar gerðir hára, til dæmis hefur hún takmörkuð áhrif á ljós fín hár en getur virkað vel á dökk hár. Vaxmeðferðin okkar getur einnig hentað til vinna bug á óvelkomnu hárunum en margir viðskiptavinir okkar koma reglulega, á 4-6 vikna fresti, til þess að fjarlægja hárin með vaxi en sú meðferð er árangursrík og dugar í þann tíma. Við hjá SR mælum með því að finna lausn á vandanum með þeim leiðum sem henta best fyrir hverja og eina en ráðleggjum ykkur alfarið frá því að nota rakvélarnar ykkar á andlitið, það getur haft ýmsar miður þægilegar afleiðingar í för með sé reins og td. Inngróin hár, hárin koma hörð og oddhvöss út og stinga ásamt því að hárvöxtur getur aukist.