Er mikilvægt að þurrbursta húðina?

Húðin er eitt stærsta líffæri líkamans og jafnframt mjög mikilvæg þegar kemur að hreinsunarferli hans. En um fjórðungur af daglegum úrgangi líkamans hreinsast út um húðina. Þurrburstunarmeðferð er góð leið til að örva húðina og hreinsunarferli hennar en með því að þurrbursta hana daglega örvast sogæðakerfið um leið og hreinsunargeta hennar eykst. Með því að fjarlægja dauðar húðfrumur höldum við svitaholunum opnum sem einnig hjálpar húðinni að hreinsa sig, blóðflæðið eykst og appelsínuhúðin verður síður áberandi þegar húðinni er haldið stinnri. Við mælum með því að allir þurrbursti líkama sinn daglega, með mjúkum bursta til að byrja með en auka svo styrk háranna eftir því sem húðin venst rútínunni. Gott er að flétta burstunina inn í daglega rútínu, til að mynda fyrir svefn, að lokinni kvöldsturtu þar sem dauðum húðfrumum hefur verið skolað í burtu. Gott getur verið að bera hreina olíu á allan líkamann að því loknu og leyfa henni að vinna sig inn í hreina og opna húðina yfir nóttina. Við á Snyrtistofu Reykjavíkur mælum með þurrburstunum okkar (fást með skafti og án) og töfrandi olíu úr Jurtaapótekinu, sérblandaðri með jojoba- og möndluolíu með dásamlegum ilm.