Listræn sköpun í sjónvarpi
Maríanna segist hafa verið ung þegar hún fékk áhuga á öllu því sem er skapandi og listrænt. „Það kom snemma í ljós hvert hugur minn stefndi. Í mér var alltaf einhver listrænn kraftur,“ segir hún. „Ég var kannski ekki mikill stærðfræðingur,“ segir hún og brosir.