Andlitsmeðferðir

Við bjóðum upp á dásamleg andlitsböð, þar sem húðgreining á sér stað og fagaðili metur nákvæmlega hvaða vörur eru notaðar og hvaða meðferð er nauðsynleg hverju sinni. Við hreinsum húðina vel, hitum hana upp og kreistum óhreinindi ef þarf. Nuddum axlir, herðar, háls, andlit og höfuð með okkar dásamlegu olíum. Við notum Comfort Zone vörurnar í öllum okkar andlitsmeðferðum. Svífðu inn í draumheima með okkur þar sem þú munt upplifa slökun og vellíðan í amstri dagsins og fá faglegar ráðleggingar í lokin um hvað hentar þinni húðtegund best.

Húðhreinsun er meðferð sem er mikilvæg fyrir þá sem eru með óhreina húð og þurfa meðhöndlun á fituframleiðslu húðarinnar. Það er mikilvægt að fá góðar ráðleggingar um þær vörur sem þarf að nota á slíka húðtegund. Það getur verið vandasamt verk að meðhöndla mjög bólótta húð og vísum við gjarnan til húðsjúkdómalækna.

Verð frá kr. 9.900 til kr. 27.900

Bóka tíma