Umsagnir

Eurovision, Sigga Ey

Við systur vorum svo ótrúlega heppnar að fá Maríönnu með okkur út til Ítalíu að farða okkur fyrir Eurovision. Hún er ekki bara yndisleg manneskja heldur er hún ótrúlega fær í sínu fagi. Hún setur mikla vinnu og metnað í að finna út hvað hentar hverjum og einum best og að passa að maður fái sem mest út úr meðferðinni. Hún er fljót að sjá hvað hentar manni varðandi húð og hvaða litir passa manni best þegar kemur að förðunn. Ég er enþá að notast við húð og hárvörurnar sem hún mælti með fyrir mig og alla þá liti sem hún notaði á augun mér í Eurovision. Ég hefði aldrei haft hugmyndarflug í hversu mikið þessir litir gera fyrir mig t.d hvernig vissir litir draga fram augnlitinn minn, en hún var fljót að spotta það. Hún kenndi mér margt um húðumhirðu og förðun sem hefur reynst mér svo vel og er en partur af minni daglegu rútínu. Nýlega fór ég í augnbrúna (brow lamination) og augnhárameðferð til Maríönnu, ég er með frekar óviðráðanlegar augabrúnir en henni tókst að gera þær fullkomnar og ég hef aldrei verið eins ánægð með útkomuna og mun klárlega ekki leita neitt annað héðan í frá.

 

Sigga Eyþórs / Systur / Söngkona

Maríanna er frábær fagmaður. Hún farðaði mig sem fréttaþul á Hringbraut og mér fannst ég alltaf eins og ný manneskja þegar hún var búin að fara um mig höndum. Sannkölluð kraftaverkakona.

Elín Hirst / Fréttakona og Rithöfundur

Maríanna er sú allra besta í bransanum, hún er bæði algjör fagmaður í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og með svo ótrúlega góða nærveru Ef þú vilt fallegustu brúnirnar ferðu til hennar <3

 

Guðlaug Helga / Tryggingaráðgjafi og förðunarfræðingur

Maríanna er fagmaður fram í fingurgóma, treysti henni 120% Svo er hún líka svo ljúf og með dásamlega nærveru ekki skemmir heldur fyrir að hún er ýkt skemmtileg! Ekkert betra en að setjast í stólinn hjá henni, njóta eðaldekurs og fara svo út í daginn endurnærð og alger megaskvis

 

Sandra Dögg / Yoga Kennari og Blómadrottning

Maríanna er ekki bara framúrskarandi snyrtifræðingur í hæsta klassa heldur er hún meistari í mannlegum samskiptum. Hvort sem maður spjallar um daginn og veginn eða þarf að létta á hjarta sínu fer maður alltaf út jákvæðari gagnvart lífinu og hlýtt í hjartanu.

Kristín Bjarnadóttir / Yfirflugfreyja Icelandair

Ég treysti Maríönnu til að sjá um förðunina mína á brúðkaupsdaginn & var svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Hún vann þetta mjög fagmannlega og gaf sér góðan tíma til að hitta mig & hugsa um hvað færi mér best með heildar útlitið í huga. Ég var rosaleg ánægð með förðunina og allar ráðleggingarnar sem hún gaf mér. Mæli 100% með að Maríanna sjái um brúðrförðunina þína.

 

 

 

Agnes Kristín Gestsdóttir / Eigandi Lean Body

Alltaf yndislegt að koma til Maríönnu. Hlýlegt og gott andrúmsloft og hún sjálf með þægilega og góða nærveru. Er fagmaður fram í fingurgóma. Mæli 100% með henni og gæti ég sjálf ekki hugsað mér að fara neitt annað í snyrtingu.

Sólveig Regína / Fasteignasali

Alltaf svo gott að koma til Maríönnu, hlýlegt, notalegt og andrúmsloftið upp á 10. Hvort sem það er snyrting, vax eða augabrúnir þá hef ég hvergi fengið betri þjónustu. Mæli 100% með.

Sigurbjörg Sigurðardóttir / Félagsráðgjafi